Dagur Kár Jónsson er ánægður með komuna til Grindavíkur en viðurkenndi að það hefði tekið smá tíma að venjast hraðanum og íslenska boltanum aftur. Dagur lék með St. Francis skólanum í Brooklyn á síðasta tímabili en er alinn upp hjá Stjörnunni. 

 

Hann sá ekki frammá að vera í stóru hlutverki hjá skólanum á þessu tímabili og ákvað því að koma aftur heim, finna sig og sjá svo til. Grindavík hefur farið vel af stað og unnið alla leiki sína síðan Dagur kom til liðsins. Hann mætir bróður sínum Daða Lár í fyrsta skipti  í vikunni er Grindavík mætir Keflavík og segir sig aldrei hafa tapað fyrir litla bróðir. 

 

Sportþátturinn á FM Suðurlandi heyrði í Degi í gær þar sem rætt var um dvölina í Bandaríkjunum, heimkomuna og margt fleira. 

 

Viðtalið í heild má heyra hér að neðan:

 

 

Viðtal / Gestur Einarsson – Sportþátturinn