LA Clippers hefja NBA vertíð sína með látum en liðið vann í nótt sjöunda leikinn sinn í röð þegar Brooklyn Nets fengu að kenna á mætti þeirra. Clippers eru nú 10-1 í deildinni og eru ásamt Cleveland einu lið deildarinnar sem hafa bara tapað einum leik. Cleveland hefur leikið tveimur leikjum minna en Clippers.

Clippers skelltu Brooklyn Nets í nótt 127-95 og sex liðsmenn Clippers voru með 11 stig eða meira í leiknum. Chris Paul gerði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar og Blake Griffin bætti við 20 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Nets var Bojan Bogdanovic með 18 stig. 

Leikir næturinnar voru alls sjö talsins:

Indiana 88-69 Orlando
New York 93-77 Dallas
Detroit 104-88 Oklahoma
New Orleans 106-105 Boston
Houston 115-88 Philadelphia
San Antonio 94-90 Miami
Utah 96-102 Memphis

Jeff Teague með killer-hreyfingu

Clippers á „krúsinu“

Melo og Kristapas sterkir í sigri NY

Harden of heitur fyrir Philly