Leikjum dagsins í Maltbikarkeppni karla er lokið en þrír leikir fóru fram nú síðdegis. Stjarnan, Fjölnir og KR verða í pottinum þegar dregið verður í 16. liða úrslit Maltbikarsins á þriðjudaginn.

 

 

 

Í DHL höllinni voru Gnúpverjar í heimsókn gegn núverandi bikarmeisturum KR. Óhætt er að segja að um ójafnan leik hafi verið að ræða því KR náði öruggri forystu strax og hélt henni allt til loka. KR gat hvílt leikmenn eins og Brynjar Þór Björnsson og Sigurð Þorvaldsson án þess að hafa áhyggjur en leikurinn endaði 111-53.

 

Á Akranesi voru það svo Fjölnismenn sem sigruðu ÍA nokkuð örugglega í sínum leik. Skagamenn komu flatir til leiks og Fjölnir gekk á lagið. Lokatölur 67-90 Fjölni í vil og verða þeir í pottinum.

 

Það var síðan algjör naglbítur er Grindavík tók á móti Stjörnunni í Röstinni. Leikurinn var gríðarlega jafn og réðst á lokasekúndunum. Þá stal Grindavík boltanum og Lewis Clinch hitti þriggja stiga skoti þegar örfáar sekúndur voru eftir. Auk þess setti Ólafur Ólafsson víti eftir tæknivillu Stjörnunnar, því lokastaða 86-82 og Grindavík komið áfram í 16 liða úrslit.

 

 

 

Úrslit dagsins í Maltbikarkeppni karla:

 

Álftanes 62-104 Haukar b.

Hrunamenn/Laugdælir 68-96 Þór Ak.

KR b 63-101 Tindastóll

Grindavík 86-82 Stjarnan

KR 111-53 Gnúpverjar

ÍA 67-90 Fjölnir