Stjörnuleikmaður Njarðvíkur, Carmen Tyson-Thomas, mun ekki taka frekari þátt í bikarleik félagsins gegn Grindavík. Leikmaðurinn er sagður hafa fengið högg á hnéið í fyrri hálfleik leiksins og er að sögn sjúkraþjálfara liðsins mögulega á leiðinni til Reykjavíkur til frekari rannsókna. 

 

Staðan í lok 3. leikhluta er 67-51 fyrir heimastúlkur í Grindavík, en hægt er að fylgjast með gangi mála hér.