Agnar Mar Gunnarsson staðfesti það við Karfan.is nú í morgun að Carmen Tyson-Thomas verði ekki með Njarðvíkingum í kvöld þegar liðið mætir Val í Domino´s-deild kvenna.

Carmen varð frá að víkja í bikarleik Grindavíkur og Njarðvíkur um síðustu helgi sökum hnémeiðsla en Agnar sagðist ekki vilja taka óþarfa áhættu með leikmanninn þegar staða meiðslanna væri ekki nægilega skýr.