KR sigraði Þór frá Akureyri í DHL höllinni með 97 stigum gegn 86. Eftir leikinn eru KR því í 2. sæti deildarinnar á meðan að Þór er í því 10.

 

 

Mættur aftur, aftur

Leikstjórnandi KR, Pavel Ermoliskij, var mættur aftur á parketið eftir að hafa farið meiddur útaf í byrjun síðasta heimaleiks gegn Þór frá Þorlákshöfn. Skilaði flottu framlagi í leik kvöldsins. Var með 2 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Leikurinn virtist frekar auðveldur fyrir hans menn, því fékk hann að hvíla nokkuð í honum.

 

 

Sterk byrjun

Spilamennska KR í fyrsta leikhluta leiksins var frábær. Vörn þeirra virtist geta stöðvað hvað sem er á meðan að hinumegin á vellinum settu þeir körfur í öllum regnbogans litum. Það má segja að þáttaskil þessa leiks hafi verið á þessum fyrstu mínútum, en KR byrjar leikinn á aðkomast í 16-4. Mun sem að Þór náði aldrei að vinna niður.

 

 

Framtíðin björt

Þó svo að lið Þórs frá Akureyri hafi verið skelfilegt í þessum leik og að þeir hafi aldrei átt neinn raunhæfan möguleika á að gera hann spennandi, var oft á tíðum gaman að fylgjast með þeim. Aðallega þó kannski yngri leikmönnum þeirra, leikstjórnandanum Ragnari Helga Friðrikssyni og hinum stóra Tryggva Snæ Hlinassyni. Á engan hátt væri hægt að færa rök fyrir því að þeir, eða aðrir, í liðinu hafi verið að spila á getu í þessum leik, en þeir áttu nokkra spretti, varin skot og keyrslur að körfunni sem að vel heppnuðust og gaman var að fylgjast með.

 

 

Tölfræðin lýgur ekki

KR liðið er vel mannað og með góðan bekk. Sást það best á þeim mun liðanna á framlagi af bekk. Þór fékk aðeins 11 stig af sínum bekk á meðan að varamenn KR skiluðu liðinu 38 stigum.

 

 

Hetjan

Erlendur leikmaður KR, Cedrick Taylor Bowen, var fremstur meðal jafningja í kvöld. Var með hugguleg 17 stig, 15 fráköst og 3 stoðsendingar á aðeins 29 mínútum spiluðum í leiknum.

 

 

Tölfræði leiks

 

Myndasafn

 

 

Umfjöllun, viðtöl / Davíð Eldur

Mynd / Bára Dröfn

 

Viðtöl: