Þrír leikir eru í dag. Helstan ber þar að nefna slag ÍR og Þór frá Akureyri fyrir norðan. Hvorugu liðinu hefur gengið neitt sérstaklega vel það sem af er móti, en Þór er í 8.-10. sætinu á meðan að ÍR er í því 11. Lið ÍR skipti fyrir stuttu um erlendan leikmann, fengu til sín Quincy Hankins-Cole, sem mun í dag spila sinn fyrsta leik.

 

Þá fer fyrsta viðureign 16 liða úrslita Maltbikarkeppninnar fram í Ljónagryfjunni þar sem að b lið Njarðvíkur tekur á móti Hetti. Kannski fyrirfram gert ráð fyrir því að Höttur fari nokkuð örugglega áfram, en þeir eru sem stendur í efsta sæti 1. deildarinnar. Njarðvík mun þó tefla fram nýjum erlendum leikmann sínum, Jeremy Atkinson, í viðureigninni. Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það mun hafa á leikinn.

 

Þá mæta Vestramenn Fjölni í Grafarvogi í 1. deildinni. Fyrir leikinn er Fjölnir í 2.-3. sæti deildarinnar á meðan að Vestri er í 8. sætinu. 

 

Staðan í deildinni

Viðureignir 16 liða úrslita Maltbikarkeppninnar

Staðan í 1. deildinni

 

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla

Þór Akureyri ÍR – kl. 17:00 í beinni útsendingu Þór Tv

 

Maltbikarkeppni karla

Njarðvík b Höttur – kl. 14:00

 

1. deild karla

Fjölnir Vestri – kl. 15:00