Stefan Bonneau mun ekki leika meira með Njarðvík á tímabilinu og er án félags frá og með morgun deginum. Bonneau kom til landsins fyrir nærri tveim árum þar sem hann sló algjörlega í gegn og átti frábæra leiki. 

 

Karfan.is spjallaði við Stefan Bonneau í kvöld um ákvörðun félagsins, næstu skref og Njarðvík:

 

 

„Ég veit ekki enn hvað tekur við hjá mér núna, þetta gerðist bara í dag. Ég verð bara að sjá hvað er í gangi og skoða kostina sem ég hef núna.“

 

Eins og fyrr sagði hafði Bonneau verið í liðinu í nokkurn tíma og verið meiddur stóran part af tímanum og því eðlilegt að spyrja hvort þetta hafi komið honum á óvart.

 

Í hreinskilni þá kom þetta mér á mjög óvart, þetta var ekki það sem var sagt við mig daginn áður. Þetta gerist, svona eru viðskipti og ég sýni því skilning.“ sagði Bonneau en er séns að hann leiki áfram á Íslandi eða sér hann fyrir sér að leika erlendis? 

 

„Ég vill bara spila til að vera hreinskilinn. Ég er körfuboltamaður og fyrir mér skiptir ekki máli hvar ég spila. Á meðan ég spila og líður vel hjá liði sem vill hafa mig.“ 

 

Ljóst er að Bonneau myndi styrka mörg lið á Íslandi en nokkur hreyfing hefur verið á erlendum leikmönnum og líklegt að frekari breytingar verið, hefur íslenskt lið haft samband við Stefan?

 

„Það hefur ekkert lið haft samband við mig persónulega en kannski umboðsmann minn. Ég hef ekki talað við hann síðan snemma í dag svo ég veit ekki hvað er í gangi. Sjáum til hvað gerist.“

 

Stefan Bonneau var í kvöld að fylgjast með kvennaliði Njarðvíkur sigra Stjörnunna og var þar í peysu með Njarðvíkurmerkinu og því greinilegt að ber miklar tilfinningar til félagsins. 

 

„Ég erfi þetta ekki við Njarðvík. Ég elska strákana og sérstaklega stuðningsmennina sem hafa verið frábærir. Njarðvíkingar eru bestu stuðningsmenn sem ég hef haft á atvinnumannaferli mínum.“ sagði Bonneau og bætti við að lokum:

 

„Logi Gunnarsson er ein af uppáhalds manneskjunum sem ég hef spilað með. Svo ég mun klárlega sakna þess að spila með honum. “

 

Mynd / Bára Dröfn – Bonneau í síðasta leik sínum fyrir Njarðvík.