Ragnar Nathanaelsson miðherji Cáceres Ciudad del Baloncesto í spænsku LEB Oro deildinni setti inn þessa skemmtilegu færslu á Twitter aðgang sinn í dag. Þar útskýrir að hann hafi reynt að bæta fréttamanni RÚV til margra ára, Boga Ágústsyni, við sem vin á Facebook aðgang sínum. Bogi virðist þó eftir öllu vera kominn í 5000 vini þar inni, en miðillinn gerir ekki ráð fyrir að fólk geti átt fleiri vini en það. Í staðinn fyrir að láta beiðnina þó falla algjörlega milli skips og bryggju virðist Bogi vera tilbúinn með bréf til þeirra sem fá ekki að vera vinir hans sökum ofangreindra reglna.

 

Ragnar virðist þó vera ánægður með að hafa allavegana fengið þetta bréf og skilningsríkur þessum reglum. Enda væri kannski annað hreint út sagt skrýtið í ljósi þess fjölda manna sem hafa þurft að sætta sig við höfnunina í formi varinna skota frá Ragnari inni á körfuboltavellinum í gegnum árin.

 

Hér að neðan má sjá bréfið: