Björn Steinar Brynjólfsson þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Dominosdeildinni og stjórn KKD. Grindavíkur hafa komist að samkomulagi að Björn stígi til hliðar sem þjálfari liðsins.  Björn var í frumraun sinni með meistaraflokk en fyrir hafði hann þjálfað við góðan orðstýr í yngriflokkum og þar áður spilað með meistaraflokki Grindvíkinga. Ekki hefur gengið sem skildi hjá liði Grindvíkinga hingað til og í kvöld töpuðu þær gegn Stjörnunni 67:59  Grindavíkurliðið situr í 6. sæti deildarinnar með 2 sigra og 5 töp eftir sjö umferðir.  Leit að eftirmanni Björns er nú þegar hafin, en frá þessu er sagt á Facebook síðu KKD. Grindavíkur.