Björn Steinar Brynjólfsson fráfarandi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur hefur tjáð sig um viðskilnað sinn á Facebook síðu sinni og kveðst ósáttur með að hafa verið látinn fara og enn ósáttari með að hafa samþykkt þá sameiginlegu yfirlýsingu að hann hafi sjálfviljugur hætt sem þjálfari liðsins.   Björn kveðst ekki vera sá maður að ganga frá verkum þó móti blási og að uppsögn hans hafi komið honum á óvart. Einnig hafi hann viljað fá meiri stuðning frá stjórn Kkd. Grindavíkur.  Þennan póst frá Birni má lesa hér að neðan.