Lið Grindavíkur í Dominos deild kvenna er komið með nýjan þjálfara, en það var í gær sem að Björn Steinar Brynjólfsson hætti með liðið. Nýr þjálfari þeirra er Bjarni Magnússon, en hann hefur áður m.a. þjálfað karlalið ÍR og kvennalið Hauka í efstu deildum.