Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Charlotte Hornets mörkuðu bestu byrjun félagsins með stórum 122-100 sigri gegn Indiana Pacers.
Sjö leikmenn Hornets voru með 10 stig eða meira í leiknum en Kemba Walker leiddi liðið með 24 stig, 10 stoðsendingar og 2 fráköst. Hjá Indiana var CJ Miles með 23 stig af bekknum. Hornets eru nú 5-1 í upphafi deildarinnar sem er besta byrjun félagsins í sex leikjum.
Stephen Curry var sjóðandi í nótt, skellti niður 13 þristum í 17 tilraunum sem er ekkert annað en galið! Golden State vann leikinn enda vart annað hægt þegar sýður svona rosalega á HotCurry. Kappinn lokaði leiknum með 46 stig og setti þristamet deildarinnar með 13 stykkjum í nótt. Hann bætti einnig við 5 fráköstum og 5 stoðsendingum. Klay Thompson kom honum næstur með 24 stig.
Anthony Davis gerði sitt fyrir pelíkanana með 33 stig og 13 fráköst en menn fórna auðvitað bara höndum þegar Curry fer í svona gír.
Enes Kanter var gerði svo 24 stig og var með 10 fráköst í 97-85 sigri Oklahoma gegn Miami. Russell Westbrook sló ekki slöku við með 14 stig, 11 stoðsendingar og 5 fráköst en James Johnson gerði 18 stig í leiknum fyrir Miami.
Öll úrslit næturinnar:
Philadelphia 84-109 Utah
Washington 106-114 Houston
Charlotte 122-100 Indiana
Chicago 112-80 Orlando
Oklahoma 97-85 Miami
LA Clippers 114-82 Detroit
Golden State 116-106 New Orleans
13 þristar hjá Curry
Mynd/ (Jeff Siner / TNS) – Kemba Walker getur brosað breitt enda Hornets í góðum gír þessi dægrin.