Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hefur Njarðvík samið við erlendan leikmann, Jeremy Atkinson. Liðið er fyrir með annan erlendan leikmann í Stefan Bonneau. Atkinson ætti að vera öllum körfuknattleiksáhugamönnum kunnur, en hann spilaði með Njarðvík á seinni hluta síðasta tímabils og þar áður var hann með liði Stjörnunnar.