Jeremy Atkinson verður með Njarðvíkingum næstkomandi miðvikudag þegar Haukar mæta í Ljónagryfjuna í Domino´s-deild karla. Þetta kemur fram á Facebook-síðu UMFN í dag.

Njarðvíkingar hafa verið í basli með teiginn hjá sér þessa vertíðina og Atkinson mun klárlega hjálpa til þar en hann var með 19,6 stig, 10 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik með Njarðvík á síðasta tímabili í 19 leikjum. 

Þá er ljóst að upphefst blandan með Atkinson og Bonneau hjá Njarðvík því ekki mega þeir leika samtímis á vellinum. 

Eins og sakir standa eru Njarðvíkingar í 7.-11.. sæti Domino´s-deildarinnar með 2 sigra og 4 tapleiki rétt eins og Haukar en alls fimm lið hafa 4 stig í deildinni, hin þrjú liðin eru ÍR, Skallagrímur og Þór Akureyri.

Mynd/ Bára Dröfn