Árni Þór Hilmarsson stýrir körfuboltauppbyggingu á Flúðum þar sem nýtt íþróttahús reis á dögunum. Hrunamenn stillir upp sameiginlegu liði með Laugdælum í 2. deild karla og fer liðið vel af stað. Yngri flokka starf félagsins stækkar með hverju árinu og áhugaverðir hlutir í gangi þar.

 

Gestur frá Hæli heyrði í kauða í Sportþættinum á Suðurlandi FM en Hrunamenn/Laugdælir mæta Þór Ak í bikarkeppninni næsta sunnudag.

 

Viðtalið má finna hér að neðan: