Ægir Þór Steinarsson gerði 6 stig og gaf 7 stoðsendingar í 89-75 sigri Burgos gegn Melilla í LEB Gold deildinni á Spáni í gærkvöldi.

Eftir sigurinn í gær er Burgos í 8. sæti deildarinnar með 4 sigra og 3 tapleiki en Burgos leikur næst á útivelli gegn Coruna sem er á toppi deildarinnar með sex sigra og einn tapleik.