Í kvöld leikur Ísland lokaleik sinn í undankeppni EuroBasket 2017 gegn Portúgal. Liðin eru í 3. og 4. sæti riðilsins og er því um hreinan úrslitaleik um 3. sætið að ræða. Fyrri leik þessara liða vann Portúgal með 68 stigum gegn 56. Ein breyting hefur verið gerð á hópi liðsins frá síðasta leik liðsins gegn Slóvakíu, en Ragnheiður Benónýsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Pálínu Gunnlaugsdóttur sem að meiddist á kálfa í þeim leik.
Hérna er staðan í mótinu og tölfræði.
Hér er hægt að kaupa miða á leikinn.
Leikurinn hefst kl. 19:30 og er í beinni útsendingu á RÚV.
Liðið í kvöld:
Nr. 5 Ragnheiður Benónýsdóttir
Nr. 6 Salbjörg Sævarsdóttir
Nr. 7. Emilía Ósk Gunnarsdóttir
Nr. 8. Ingunn Embla Kristíndardóttir
Nr. 9. Sigrún Ámundadóttir
Nr. 10. Gunnhildur Gunnarsdóttir
Nr. 12. Sandra Lind Þrastardóttir
Nr. 13. Ingibjörg Jakobsdóttir
Nr. 14. Hallveig Jónsdóttir
Nr. 15. Thelma Dís Ágústsdóttir
Nr. 22. Berglind Gunnarsdóttir
Nr. 25. Ragna Margrét Brynjarsdóttir
Þjálfari: Ívar Ásgrímsson
Aðstoðarþjálfari: Bjarni Magnússon
Mynd / Gunnar Sverrisson
Við kíktum við á æfingu hjá liðinu í gær og ræddum við leikmenn og þjálfara: