Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

12, sæti – Denver Nuggets

11. sæti – New Orleans Pelicans

10. sæti – Minnesota Timberwolves

9. sæti – Dallas Mavericks

8. sæti – Houston Rockets

7. sæti – Oklahoma City Thunder

6. sæti – Portland Trail Blazers

5. sæti – Memphis Grizzlies

 

 

 

 

Utah Jazz

 

Heimavöllur: Vivint Smart Home Arena

Þjálfari: Quinn Snyder

 

Helstu komur: Boris Diaw, Joe Johnson, George Hill.
Helstu brottfarir: Trevor Booker, Trey Burke.

 

Ég er afskaplega skotinn í þeim breytingum Utah Jazz gerðu í sumar. Ungt og gott lið með flotta breidd sem gerði hana enn betri með því að næla í góða leikmenn með mikla reynslu. Joe Johnson, Boris Diaw og George Hill koma allir til með að bæta liðið, sérstaklega í jöfnum og spennandi leikjum. Liðið spilar skemmtilegann bolta og margir leikmenn fá að njóta sín enda í rauninni engin stórstjarna í liðinu. Besti leikmaður liðsins, Gordon Hayward byrjar því miður tímabilið á hliðarlínunni en Joe Johnson mun fylla í skarðið á meðan.

 

Styrkleikar liðsins eru mikil breidd, virkilega flottir framherjar og miðherjar í liðinu sem munu valda mörgum liðum usla í teignum, rífa til sín mörg fráköst og verja mörg skot. Reynslumiklir leikmenn munu halda balancinum í jöfnum leikjum. Veikleikarnir eru kannski einna helst að sóknarleikurinn getur orðið staður, þeir spila frekar hægt og það getur verið erfitt þegar lið hafa ekki marga leikmenn sem búa til hluti af dripplinu. Meiðsli lykilmanna gætu líka sett strik í reikninginn.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – George Hill
SG – Rodney Hood
SF – joe Johnson
PF – Derrick Favors
C – Rudy Gobert

 

Gamlinginn: Joe Johnson (35). ISO Joe er enn flottur skorari og mun spila mikilvægt hlutverk í liðinu.
Fylgstu með: Rodney Hood. Skyttan er tilbúin til þess að setja mark sitt á deildina.

 

Spá: 52-30 – 4. Sæti.