Jakob Örn Sigurðarson leikmaður og fyrirliði Borås Basket í Svíþjóð fer vel af stað í sænsku úrvalsdeildinni.

 

Í fyrstu umferðinni vann Borås KFUM Jamtland með sex stigum 77-71 þar sem lið Jakobs leiddi nánast allan leikinn. Jakob var með 13 stig á 34 mínútum fyrir Borås.

 

Borås rúllaði svo yfir UMEA í gærkvöldi 104-66 þar sem Jakob átti frábæran leik með 17 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar.

 

Borås er því í fyrsta sæti deildarinnar en mætir Sodertalje sem hefur unnið einn leik og tapað einum eftir tvær umferðir.

 

Helstu tilþrifin úr leik Borås og UMEA má finna hér.