Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

12, sæti – Denver Nuggets

11. sæti – New Orleans Pelicans

10. sæti – Minnesota Timberwolves

9. sæti – Dallas Mavericks

8. sæti – Houston Rockets

7. sæti – Oklahoma City Thunder

6. sæti – Portland Trail Blazers

 

 

 

 

Memphis Grizzlies

 

Heimavöllur:  FedEX Forum

Þjálfari: David Fizdale

 

Helstu komur: Chandler Parsons.
Helstu brottfarir: Matt Barnes.

 

Memphis Grizzlies hafa verið í meiðslavandræðum undanfarin ár, sem gerir það að verkum að fólk gleymir því svolítið hvað þeir geta verið sterkir á sínum degi. Mike Conley væri löngu orðinn all star leikmaður ef hann væri að spila austan megin og Marc Gasol er einn besti miðherji deildarinnar. Nýr þjálfari, David Fizdale sem kemur úr þjálfaraliðinu fær mann til þess að halda að leikstíllinn muni ekki breytast mikið. Grit and grind heldur áfram.

 

Styrkleikar liðsins eru sterkur kjarni sem hefur verið lengi hjá liðinu. Gasol, Conley og Tony Allen eru allir áfram í liðinu og Zach Randolph og Vince Carter koma af bekknum. Vörnin verður öflug að vanda og menn þekkja sín takmörk. Veikleikar liðsins felast bæði í aldri lykilmanna sem og meiðslum. Meira að segja nýr leikmaður liðsins Chandler Parsons er líklegur í meiðsli og byrjar tímabilið í borgaralegum klæðum. Sóknarleikurinn getur orðið staður á köflum. Ég veðja á að lykilmenn haldist að mestu heilir.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Mike Conley
SG – Troy Williams
SF – James Ennis
PF – JaMychal Green
C – Marc Gasol

 

Gamlinginn: Vince Carter (39) getur enn flogið og mun rífa sig upp nokkrum sinnum í vetur.
Fylgstu með: JaMychal Green, þessi strákur hefur vaxið mikið og verður lykilmaður.

 

Spá: 50-32 – 5. Sæti.