Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

9. sæti – Chicago Bulls

8. sæti – New York Knicks

7. sæti – Washington Wizards

6. sæti – Detroit Pistons

5. sæti – Atlanta Hawks

 

 

 

Indiana Pacers

 

Heimavöllur: Bankers Life Fieldhouse

Þjálfari: Nate McMillan

 

Helstu komur: Jeff Teague, Thaddeus Young, Al Jefferson.
Helstu brottfarir: George Hill, Solomon Hill.       

 

Indiana sátu ekki með hendur í skauti sér í sumar, þeir ráku Frank Vogel og réðu Nate McMillan. Síðan fóru þeir á markaðinn og bættu sig mikið með því að fá sterka, reynslumikla leikmenn inn í liðið. Jeff Teague og Thaddeus Young bæta byrjunarliðið talsvert og Al Jefferson bætir miklu við bekkinn.

 

Þeirra helsti styrkleiki er samt að vera með næst besta leikmann austurdeildarinnar í Paul George sem má búast við að verði ógnarsterkur eftir heilt meiðslalaust ár, vörnin verður góð og Myles Turner gæti átt flott tímabil. Þeirra veikleikar munu felast í hægri byrjun, enda mörg ný púsl, ásamt því að það á aldrei að hafa trú á liði þar sem Rodney Stuckey spilar of mikið. Í því felast endurtekin vonbrigði.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Jeff Teague
SG – Monta Ellis
SF – Paul George
PF – Thaddeus Young
C – Myles Turner

 

Gamlinginn: Al Jefferson(31), stórskemmtilegt baby-hook í boði í hverjum leik.

Fylgstu með: Myles Turner. Var frábær seinni partinn af síðustu leiktíð. Ef hann heldur áfram að bæta sig gætu Pacers hreinlega tekið 2. sætið.

 

Spá: 49-33 – 4. sæti