Fjórði leikdagur í undankeppni Eurobasket fór fram og var leikið í öllum riðlum. Nokkuð var um óvænt úrslit í mótinu.

 

Eins og við vitum tapaði Ísland nokkuð óvænt fyrir Sviss með þrem stigum. í hinum leik A-riðils vann Belgía öruggan 17 stiga sigur á Kýpur.

Danmörk hleyptu B-riðli uppí háaloft í gær með mjög óvæntum sigri á Þýskalandi. Þar munar einungis tvem stigum á efsta sæti og því síðasta og allt getur gerst. Þjálfari Danmerkur er Pieti Poikola sem þjálfaði Tindastól í byrjun síðasta tímabils. Þá er aðstoðarþjálfari liðsins Israel Martin sem er skagfirðingum góðkunnur.

 

Staðan í dag er þannig að Ísland er ekki meðal þeirra þjóða sem hafa bestan árangur í sæti tvö í riðlunum. En á eftir að leika nóg af körfubolta á mótinu og óvænt úrslit gærkvöldsins sýna að allt getur gerst.

 

Öll úrslit gærdagsins má sjá hér að neðan:

 

Kýpur 55-72 Belgía

 

Búlgaría 67-72 Úkraína

 

Sviss 83-80 Ísland

 

Hvíta Rússland 79-63 Eistland

 

Slóvakía 62-99 Svartfjallaland

 

Danmörk 106-102 Þýskaland (Tvíframlengt)

 

Albanía 64-84 Georgía

 

Portúgal 74-81 Pólland

 

Lúxemborg 74-82 Makedónía

 

Bretland 80-88 Ungverjaland

 

Kósovó 81-91 Slóvenía

 

Bosnía 67-78 Rússland

 

Austurríki 61-75 Holland

 

 

Stöðuna í riðlunum má sjá hérna.

 

Mynd / FIBA