Valur hefur fengið til sín þrjá sterka leikmenn fyrir átökin í Dominos deild kvenna. Auk þess endurnýjaði Helga Þórsdóttir samning sinn við félagið um tvo ár.

 

Þá hafa þær Nína Jenný Kristjánsdóttir og Hrafnhildur Magnúsdóttir ákveðið að söðla um og spila með Val en þær koma báðar frá Hamri. Nína Jenný er tvítug og var með 6,7 stig og 4,1 frákast að meðaltali í 23 leikjum á síðasta tímabili. Hrafnhildur var í minna hlutverki en spilaði þó um tólf mínútur í leik og mun því auka breidd Vals mikið.

 

Einnig mun Elín Lára Reynisdóttir spila með Val á næsta tímabili en hún kemur frá Breiðablik en er uppalinn í KR. Allar skrifuðu þær undir tveggja ára samning við Val.

 

Fyrr í sumar höfðu þær Elfa Falsdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir gengið til liðs við Val sem mun stilla sterku liði í Dominos deildinni þetta tímabilið.