Bosníumaðurinn Petar Aleksic þjálfari Sviss var gríðarlega ánægður með úrslitin gegn Íslandi í dag. Liðið vann 83-80 í leik þar sem þeir höfðu yfirhöndina nánast allan seinni hálfleikinn.

 

Á blaðamannafundi eftir leik mærði Petar íslenska liðið mikið og sagði að yngri leikmenn fengju áframhaldandi séns.

„Vill byrja á að óska leikmönnum mínum og íslenska liðinu fyrir frábæran leik. Leikmenn mínir gerðu frábærlega í kvöld, þeir voru svo spenntir að vinna þennan leik eftir að hafa hent leiknum frá okkur gegn Kýpur.“ sagði Petar og bætti við.

 

„Ég er mjög ánægður að leikmenn spiluðu 40. mínútur af liðsbolta í kvöld. Leikmenn gáfu sig alla í þetta og spiluðu vel. Við vorum að spila á móti góðu liði með frábæran þjálfara og ég er mjög ánægður að ná að vinna þetta lið.“

 

„Við munum halda áfram að spila eins og í dag. Ég ákvað að gefa yngri leikmönnum tækifæri og þeir nýttu tækifærið frábærlega. Þeir eiga skilið að spila annan leik gegn belgum sem er líklega besta varnarliðið í deildinni. Vona að við náum einum sigri í viðbót í þeim tvem leikjum sem eftir eru.“

 

Sviss hefur nú spilað tvo leiki gegn Íslandi þar sem íslenska liðið vann með 16 stigum í Laugardalshöll.

 

„Mig langar að bæta við að Ísland spilar besta körfuboltann í riðlinum. Ég hef séð alla leikina þeirra og þeir eru virkilega gott lið. Þeir eru það lið sem skorar mest af auðveldum stigum í Evrópu held ég. Mikill hreyfanleiki og ég virði íslenska liðið gríðarlega fyrir að spila körfubolta á þennan hátt.“ sagði Petar að lokum.