Ísland vann Kýpur í undankeppni evrópumótsins 75-64 og er þar með með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

 

Þjálfari Kýpur er hinn gríski Keravnos Strovolou sem á að baki marga titla í Kýpur en þjálfar nú í Túnis. Hann var nokkuð auðmjúkur á ansi sérstökum blaðamannafundi eftir leik.

 

„Ísland vann sanngjarnt. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, við reyndum að stoppa þá og reyna á þá sóknarlega.“ sagði Strovolou um tapið og bætti við:

 

„Við reynum að stjórna hraðanum í leiknum og okkur tókst það í fyrri hálfleik. En við gáfum þeim tækifæri í seinni hálfleik sem þeir gripu, við misstum einbeitinguna og við fórum útúr okkar leikplani. Þetta var erfiður leikur. Mjög líkamlegur og við gáfum allt sem við gátum í hann. Við þurfum að halda áfram og vona að við vinnum leiki.“

 

„Ísland setti nokkur erfið skot í seinni hálfleik, þeir eru með góða skotmenn. Við reynum þá að skipta á boltahindrunum en þeir voru samt að setja skotin.“

 

„Allir leikir eftir þennan eru úrslitaleikir og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Nú þurfum við bara að spila fyrir liðið og stoltið. Allir leikmenn leggja sig 110% fram og við verðum að bera virðingu fyrir því að það er ekki alltaf hægt að vinna.“

 

„Til hamingju Ísland og við sjáumst aftur eftir nokkra daga.“ sagði Stovolou svo að lokmum en Ísland mætir Kýpur miðvikudaginn 14. september í Laugardalshöll.