Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk loksins tækifæri í leikmannahóp Íslands sem mætti Belgíu í kvöld. Sigurður kom af bekknum og gerði vel þann tíma sem hann var inná.

 

„Þetta er allt í lagi. Við erum með tvo sigra og erum að fara í mikilvægan leik á laugardaginn, stefnum bara á hann og ætlum að ná í sigur. “ sagði Sigurður eftir leik.

 

„Ef við vinnum rest þá skiptir þetta tap ekki svo miklu máli þannig en við eigum alveg að geta unnið þá. Þetta var góð frammistaða í fyrri hálfleik en svo datt þetta niður í seinni hálfleik. Þá hættum við að hitta, byrjum að hnoðast og hættum að láta boltann vinna fyrir okkur. Þá missum við stjórn á þessu.“

 

„Fín frammistaða hjá mér, um leið og maður fær tækifæri þá nýtir maður þau. Maður er alveg einbeittur að koma inní svona leik, þegar maður hefur beðið í tvo leiki þá getur þú ekki beðið eftir að komast inná. Ég reyndi bara að nýta það sem ég fékk í dag og tel mig hafa gert ágætlega.“

 

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan: