Fjölnir heldur sitt árlega körfuboltamót helgina 5.-6. nóvember nk. Mótið er fyrir drengi og stúlkur 11 ára (2005) og yngri. 

 
Mótið er frábær fjölskylduskemmtun þar sem m.a. er boðið upp á fullt af körfubolta, bíó, sund, hrekkjavökustemmingu, andlitsmálun, ruslapokabúningagerð, blysför, kvöldvöku, gistingu, mat, pizzuveislu og verðlaun. Allir þátttakendur fara heim með veglegan Spalding körfubolta.
 
Mótsgjald pr. Þátttakenda er 6.000 kr. en innifalið í verðinu er m.a. fimm leikir, bíósýning í SAMbíóin Egilshöll, sund í Grafarvogslaug, ruslapoki (fyrir búningagerð), hrekkjavöku blysför og kvöldvaka, pizzuveisla auk veglegs Spalding körfubolta og medalíu í verðlaun.
 
Gisti- og matargjald er 1.000 kr. en innifalið í gjaldinu er gisting í Rimaskóla, kvöldmatur, kvöldhressing og morgunmatur
 
Hrekkjuvökuþema mótsins í fyrra vakti lukku mótsgesta og því var ákveðið að bjóða aftur upp á sama þema þrátt fyrir að mótið beri ekki upp á hrekkjuvökudaginn sjálfan en mótið er ávallt haldið fyrstu helgina í nóvember. Mótið er það 19. í röðinni.
 
Að vanda verður SportHero á staðnum og tekur liðsmyndir.
 
Skráning er fyrir 20. október nk. á karfa@fjolnir.is.
 
Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins, https://sambiomot.wordpress.com/, sem er í stöðugri uppfærslu fram að móti. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á karfa@fjolnir.is.
 
Takið helgina frá fyrir iðkendur og njótið samverunnar með fjölskyldunni á frábæru körfuboltamóti í Grafarvoginum.