Ísland vann frábæran útisigur á Kýpur 75-64 í undankeppni evrópumótsins. Kýpur var sterkari aðilinn framan af framan af fyrri hálfleik og leiddi í hálfleik 32-31.

 

Flottur seinni hálfleikur og þá sérstaklega fjórði þar sem Kýpverjar voru algjörlega sprungnir. Ísland hafði á endanum ellefu stiga sigur 75-64 og fögnuðurinn var mikill.

 

Hjá Ísland var Martin Hermannsson stigahæstur með 21 stig og 6 fráköst. Haukur Helgi Pálsson var með 19 stig og Hlynur Bæringsson með 15 stig og 10 fráköst.

 

Karfan.is var á staðnum og tók nokkrar myndir úr þessum frábæra sigurleik.

Myndasafn af leiknum má finna hérna inná.