Íslenska körfuboltalandsliðið er mætt til Antwerpen í Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni Eurobasket.

 

Ísland hefur nú þegar unnið fyrstu tvo leikina í keppninni gegn Sviss og Kýpur en leikurinn gegn Belgíu verður krefjandi verkefni.

 

Liðið fékk sína fyrstu æfingu í Lottó höllinni síðdegis í dag og voru allir með nema Jón Arnór Stefánsson sem á við meiðsli að stríða.

 

Karfan.is var á staðum og tók myndir af æfingunni.

 

Myndirnar má sjá hérna.