Landsliðskonan Pálína María Gunnlaugsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við Íslandsmeistara Snæfells en hún lék með Haukum á síðustu leiktíð. www.mbl.is greinir frá.
Frétt Mbl.is
Pálína staðfesti í samtali við mbl.is að hún sé gengin í raðir Snæfells og ljóst er að koma hennar til félagsins er mikill liðsstyrkur enda hefur Pálína verið einn besti leikmaður landsins undanfarin ár. Pálína var í tapliði Hauka í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í vor þar sem Snæfell hafði betur í oddaleik.
Að sama skapi er þetta mikil blóðtaka fyrir Haukana sem hafa einnig misst Helenu Sverrisdóttur úr sínu liði en Helena er ófrísk.