Landsliðskon­an Pálína María Gunn­laugs­dótt­ir hef­ur ákveðið að ganga til liðs við Íslands­meist­ara Snæ­fells en hún lék með Hauk­um á síðustu leiktíð. www.mbl.is greinir frá.

Frétt Mbl.is

Pálína staðfesti í sam­tali við mbl.is að hún sé geng­in í raðir Snæ­fells og ljóst er að koma henn­ar til fé­lags­ins er mik­ill liðsstyrk­ur enda hef­ur Pálína verið einn besti leikmaður lands­ins und­an­far­in ár. Pálína var í tapliði Hauka í úr­slita­ein­víg­inu um Íslands­meist­ara­titil­inn í vor þar sem Snæ­fell hafði bet­ur í odda­leik.

Að sama skapi er þetta mik­il blóðtaka fyr­ir Hauk­ana sem hafa einnig misst Helenu Sverr­is­dótt­ur úr sínu liði en Helena er ófrísk.