Martin Hermansson átti frábæran leik er Ísland vann Kýpur í dag. Hann var með 21 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst.

 

„Tilfinningin var fín og mikilvægt að ná í þennan sigur. Mikill léttir að fara úr þessum leik með tvo sigra á bakinu.“ sagði Martin eftir leik og bætti við:

 

„Það var ekkert panic eða stress. Vissum að við myndum ná einhverju áhlaupi og klára þennan leik á einhverjum tímapunkti.“

 

„Við vissum að þeir yrðu fastir fyrir og voru líklegir til þess að hleypa þessu uppí vitleysu.“ sagði svo Martin rétt áður en viðtalinu lauk á hlægilegan hátt.