Martin Hermannsson var valinn af FIBA í úrvalslið annarar umferðar undankeppni Eurobasket eftir frábæra frammistöðu gegn Kýpur.

 

Ásamt honum í liðinu eru þeir Musa frá Bosníu, Lampe frá Póllandi, Muric frá Slóvakíu og Keller frá Ungverjalandi.

 

Martin Hermannsson steig upp í þriðja leikhluta þegar Ísland var undir og erfiðlega gekk að komast almennilega yfir og skilja heimamenn eftir. Hann var með 21 stig, 6 stoðsendingar og 6 fráköst í leiknum og spilaði algjörlega frábæra vörn.

 

 

Viðtal við Martin eftir leikinn í gær má sjá hér.