Martin Hermannsson var í annað sinn valinn af FIBA í úrvalslið umferðar undankeppni Eurobasket eftir frábæra frammistöðu í gær gegn Belgíu, en hann hafði einnig verið valinn í liðið eftir útileikinn gegn Kýpur.
Ásamt honum í liðinu eru þeir Dixon og Pachulia frá Georgíu, Gomes frá Portúgal og Stylianou frá Kýpur.
Martin átti hreint frábæran dag í gær og virtist alltaf vera með eitthvað þegar að íslenska liðinu vantaði eitthvað í erfiðum leik gegn Belgíu. Skoraði 18 stig (á 77.8% skotnýtingu), tók 3 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 2 boltum á þeim 30 mínútum sem að hann spilaði.
Viðtal við Martin eftir leikinn í gær má sjá hér.
FIBA #EuroBasket2017 Qualifiers Gameday 6 Top Performer: @M1keD1xonJR, @hermannsson15, Stylianou, Gomes and @zaza27 pic.twitter.com/EbURmsM71A
— FIBA (@FIBA) September 18, 2016