Nærri fjórða tug selsíus gráða er í Nicosia þennan laugardaginn. Framundan er gríðarleg prófraun fyrir íslenska karlalandsliðið í körfubolta. Liðið mætir Kýpur í Eleftheria íþróttahöllinni í borginni Nicosia.

 

 

Ísland vann fyrsta leik riðilsins gegn Sviss nokkuð sannfærandi á meðan Kýpur sá ekki til sólar gegn sterkum belgum.

 

Kýpur er sterkt körfuboltalið. Þeir hafa sterka og lunkna leikmenn sem geta vel spilað körfubolta. Leikstjórnandi liðsins Panteli er hraður, öflugur og mun reynast íslensku leikmönnunum krefjandi. Auk þess hafa þeir stórann og sterkann leikmann undir körfunni í Anthony King sem minnir nokkuð á Mike Craion fyrrum leikmann KR.

 

Þjálfari Kýpur er hinn gríski Keravnos Strovolou sem hefur þjálfað öll bestu lið Kýpur og á að baki marga titla þar. Hann er nýtekinn við E.S. Rades í Túnis.

 

Eins og áður hefur komið fram fer leikurinn fram á Tassos Papadopoulos-Eleftheria höllinni sem tekur 6800 manns í sæti. Ókeypis er á leikinn hérna og er búist við einhverri mætingu. Þá hefur heyrst af allavega einni íslenskri fjölskyldu.

 

Höllin er sú stærsta í Kýpur, meðal atburða sem fram þar hafa farið fram er Ungfrú heimur árið 2000. Einnig var stjörnuleikur EuroCup haldin hér árið 2005. Eleftheria er heimavöllur Omonia BC og ETHA Engomis.

 

Leikur Íslands og Kýpur fer fram kl 14:00 að íslenskum tíma og er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.