Landsliðið hristi af sér vonbrigði gærkvöldsins í morgun og hélt af stað í síðasta útileik keppninnar. Lagt var af stað frá stórfínni Antwerpen að alþjóðaflugvellinum í Brussel.

 

Þaðan var flogið til Genf í Sviss en leikurinn fer fram í borginni Fribourg í miðri Sviss og þangað flutti lítil rúta liðið.

 

Það sem er fyrir öllu að landsliðið er allt mætt til Friborg og fer leikurinn stóri gegn Sviss fram á laugardag klukkan 15:30 að íslenskum tíma.