Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar eru enn óljós en Björn Zoega læknir landsliðsins er kominn til Andwerpen til þess að aðstoða við að finna útúr alvarleika meiðslanna.

 

Jón Arnór var ekki með gegn Kýpur vegna hnémeiðsla sem hann fann fyrst fyrir í leiknum gegn Sviss. Enn er ekki ljóst hvort hann taki þátt í leiknum gegn belgum á morgun.

 

Verið er að bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku sem Jón fór í og er Björn Zoega nú kominn til Antwerpen og mun aðstoða við að greina úr vandanum og gefa Jóni rétta meðhöndlun ásamt Jóhannesi Matthíassyni sjúkraþjálfara landsliðsins.

 

Ísland mætir Belgíu á morgun kl 18:00 og hvort sem Jón Arnór verður leikfær eða ekki þá er ljóst að hörkuleikur er framundan.

 

Mynd / KKÍ