Íslenska kvennalandsliðið spilar tvo æfingaleiki gegn Írlandi á næstu dögum en liðið hefur æft með hléum í allt sumar.
 
Í boði írska sambandsins mun landsliðið að halda til Dublin dagana 8.-11. september og leika tvo æfingaleiki gegn landsliði Íra. Leikið verður í Dublin þann 9. september og í Cork þann 10. september. 
 
 
Á næstu dögum verður tilkynnt hvaða leikmenn fara í ferðina en liðið hefur verið við æfingar þrjár helgar í sumar. Landsliðið er í undankeppni fyrir EM og verða síðustu tveir leikirnir, gegn Slóvakíu úti og Portúgal heima, leiknir í nóvember og leikirnir því liður í undirbúningnum fyrir komandi átök.

Leikirnir:
9. september – National Basketball Arena, Dublin –kl. 19:00 (írskum tíma)

10. september – Neptune Stadium, Cork – kl. 18:30 (írskum tíma)