Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn af tvem gegn Írlandi í kvöld. Leikirnir eru hugsaðir sem undirbúningur fyrir leiki liðsins í nóvember en þá spilar liðið í undankeppni evrópumótsins.

 

Nokkrar breytingar eru á liði Íslands frá seinustu leikjum liðsins þar sem Helena Sverrisdóttir og Margrét Kara Sturludóttir eru óléttar ásamt því að Bryndís Guðmundsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir eru ekki með að þessu sinni. 

 

Nýliðarnir Elín Sóley Hrafnkelsdóttir og Sylvía Hálfdánardóttir spila sína fyrstu leiki fyrir Íslands hönd í leiknum.

 

Karfan.is náði í skottið á Rögnu Margréti Brynjarsdóttur er liðið var að leggja af stað á leikvanginn í Dublin.

 

„Við vitum svo sem lítið um írska liðið. Við erum bara nokkuð spenntar að fá að spila loksins. Þetta verður skemmtilegt.“ sagði Ragna Margrét um leikinn.

 

Íslenska liðið kom í gær ásamt fylgdarliði til Írland og eru aðstæður í Írlandi ansi skrautlegar.

 

„Aðstæðurnar hér er pínu fyndnar, við erum að gista í kojum í kaþólskum skóla sem er staðsettur 45 min fyrir utan Dublin og við fáum matinn á bökkum í matsal sem minnir helst á senu úr Harry Potter.“

 

„Við erum mjög spenntar að sjá hvernig leikvangurinn lítur út sem við spilum á í Dublin. Hingað til höfum við æft í íþróttahúsi hérna á skóla svæðinu sem hefur verið í takt við restina af skólanum