Helgina 24. og 25. september fór fram Reykjavíkurmót í 9. flokki drengja í Seljaskóla. Fjögur lið mættu til leiks. Ármann var með gott lið í þessum aldursflokki, en það er nú horfið af sjónarsviðinu og fyrrverandi lykilleikmenn komnir í önnur félög.
 
Í leikjunum sáust góðir taktar, en inn á milli var haustbragur á liðunum. Mótið var jafnt og skemmtilegt. Vesturbæingar stóðu uppi sem sigurvegarar þrátt fyrir að tapa einum leik. Íslandsmeistararnir (Valur) síðan í vor lentu í öðru sæti. Fjölnir tók þriðja sæti vegna sigurs á ÍR í innbyrðisleik. Í fjórða sæti var hið efnilega lið ÍR. Þeir sýndu styrk sinn með því að leggja KR í spennuleik.

 

Úrslit leikja voru eftirfarandi:
Valur – ÍR          71:52
Fjölnir – KR       53:39
Valur – KR        59:61
KR – ÍR            50:52
Valur – Fjölnir    56:49
Fjölnir-ÍR           53:39

 

Stuðningsmenn liðanna tóku leikina upp og má horfa á flesta þeirra með því að smella hér.

 

Mynd: Frændurnir Egill Jón Agnarsson (Val) og Gauti Jónsson (Fjölni) voru sprækir um helgina.

Mynd/Texti: Aðsent