Íslenska knattspyrnulandsliðið mætti Úkraínu í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Rússlandi 2018. Körfuknattleikslandsliðið lét ekki langa og stranga æfingu koma í veg fyrir að horfa á þennan leik og reddaði málinu.

 

Liðið fékk fundaraðstöðu á efstu hæð hótelsins og tókst að koma leiknum á breiðtjald þar sem þorrinn af landsliðinu var saman kominn til að horfa á leikinn.

 

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en voru menn nokkur sáttir við stigið. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir til víkingaklapps var róleg stemmning yfir en menn lifðu sig þó í leikinn.

 

Íslenska körfuboltalandsliðið mætir síðan Belgíu á miðvikudaginn í undankeppni evrópumótsins klukkan 18:00 að íslenskum tíma.

 

Mynd af liðinu má sjá hér að neðan: