Jón Axel Guðmundsson Grindvíkingur mun líkt og flestir vita slíta skóm sínum í Norður Karólínu fylki næstu fjögur árin með háskólaliði Davidson. Jón Axel sem iðulega lék í treyju númer 9 hjá Grindavík hefur nú skipt um númer og mun leika í treyju númer 3 hjá Davidson. " Ástæða þess er einföld. Allen Iverson hefur alltaf verið minn maður og þetta er honum til heiðurs.  Annars var ég alltaf númer 3 upp alla yngri flokka í Grindavík." sagði Jón Axel í stuttu spjalli við Karfan.is

 

Lið Davidson þetta árið er skipað fjölþjóða leikmönnum en eins og sést á myndinni eru leikmenn frá 6 löndum sem munu hlaupa völlinn fyrir Villikettina nk. tímabil.