Landsliðið tók sína fyrstu æfingu í Belgíu seinni partinn í dag og var ekki annað að sjá enn að leikmenn væru klárir í verkefnið.

 

Allir leikmenn hópsins tóku þátt fyrir utan Jón Arnór Stefánsson sem hvíldi á æfingunni. Jón Arnór var ekki með gegn Kýpur á laugardaginn vegna hnémeiðsla og enn er óvitað hvert framhaldið verður.

 

Alls er óvíst um uppruna meiðslanna og hversu alvarleg þau eru en engar áhættur eru teknar og því ákveðið að hann myndi hvíla í dag.

 

Finnur Freyr sagði eftir leikinn við Kýpur að þyrfti bara að sjá og vona hvert framhaldið yrði. Vonandi verður hann klár fyrir leikinn gegn belgum sem fram fer á miðvikudaginn kl 18 að íslenskum tíma.