Íslenska landsliðið mætir Sviss í dag er liðin mætast að öðru sinni í undankeppni Eurobasket 2017.

 

Jón Arnór Stefánsson missti af leikjunum gegn Kýpur og Belgíu vegna hnémeiðsla sem höfðu hrjáð hann eftir heimaleikinn gegn Sviss. Björn Zoega læknir landsliðsins kom til Antwerpen til að aðstoða við bata Jóns  og finna uppruna meiðslanna.

 

Ákveðið var eftir leikinn gegn Belgíu að Jón myndi ferðast á undan landsliðinu. Fyrst til Valencia á Spáni þar sem Jón lék á síðasta tímabili. Þar fékk hann aðhlynningu frá aðilum sem þekktu til og er nú allur að koma til.

 

Hann hitti svo liðið í Fribourg á fimmtudag og tók þátt í æfingu liðsins í gær. Líkurnar á að hann taki þátt í leiknum gegn Sviss eru því miklar.

 

Nokkur veikindi hafa komið upp í landsliðshópnum síðustu daga. Það skýrsti því síðar í dag hvernig uppstilling liðsins verður nákvæmlega eftir æfinguna sem lýkur um hádegisbil. Leikið verður í Site Sportif Saint-Leonard vellinum sem tekur nærri 3000 manns í sæti.

 

Vegna þess að engin sjónvarpsstöð í Sviss mun sýna leikinn í beinni útsendingu er hann ekki aðgengilegur í gegnum gervihnött. Einungis verður leiknum streymt á netið frá Sviss og verður í hann því í beinni á ruv.is kl 15:30.