ÍR-ingurinn Hákon Hjálmarsson hefur verið valin í 41 manna hóp sem tekur þátt í sameiginlegum körfuboltabúðum FIBA og NBA. Búðirnar bera nafnið „körfubolti án landamæra.“ þar sem ungir leikmenn frá öllum þjóðum koma saman.

 

Sagt er á heimasíðu FIBA að 41 bestu leikmenn evrópu komi saman og læri af leikmönnum og þjálfurum á hæstu stigum leiksins auk þess sem þeir keppa gegn bestu ungu leikmönnunum.

 

Meðal þjálfara í þessum búðum eru Cole Aldrich, Jerryd Bayless, Spencer Hawes, Andre Miller og Beno Udrih . Ásamt Aldrich, Bayless, Hawes, Miller og Udrih verða fyrrum NBA leikmennirnir Vladimir Radmanovic  og Ronny Turiaf. Þá verða þjálfararnir Lionel Hollins Jamahl Mosley, Ryan Saunders og Joe Wolf einnig í búðunum.

 

Hákon er uppalinn hjá ÍR og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Í sumar lék hann með U18 landsliðinu á evrópumótinu og var á yngra ári þar. Hann var hinsvegar stigahæstur með U16 landsliðinu á evrópumótinu fyrir ári síðan.