Eleftheria höllin í Kýpur inniheldur ekki einungis kýpverska áhorfendur en íslensku hjónin Eyjólfur Ólafsson og Guðrún Soffía Sigurðardóttir eru einnig mætt til Kýpur til að styðja okkar menn.

 

Þau lentu í Nicosia í gær og verða hér í nokkra dagur áður en haldið verður lengra. Ferðin er afmælisferð fyrir Guðrúnu en þau fylgdu landsliðinu einnig til Berlínar á Eurobasket 2015.

 

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan: