Ísland mætir Belgíu í loka leik sínum í undankeppni Eurobasket 2017 á morgun. Leikurinn hefst kl. 16:00 og fer fram í Laugardalshöll.

Eins og kunnugt er fara liðin sem enda í efsta sæti riðlanna sjö áfram en þar af auki fylgja þau fjögur lið sem ná bestum árangri í öðru sæti með. Ísland er enn í bullandi baráttu um að tryggja sig inn á Eurobasket 2017 og munu leikmenn liðsins gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja sig áfram og taka þátt í sínu öðru stórmóti.

Nú þegar hafa lönd á borð við Rússland, Belgíu, Slóveníu, Svartfjallaland og Ungverjaland tryggt sér inn á lokamótið en það er hins vegar engin einföld leið til að segja til um hvort Ísland fari áfram. Sigur gegn Belgíu á morgun mun tryggja þeim sæti í lokamótinu, svo lengi sem að Kýpur sigrar Sviss, og það er í raun það eina sem er staðfest.

Til þess að úrskurða hvaða lið halda áfram af þeim sem enda í öðru sæti er fyrst skoðað hversu margir sigrar og töp komu úr leikjunum innan riðils. Þar sem að C riðill inniheldur aðeins þrjú lönd verða allir leikir liðsins sem endar í neðsta sæti riðlanna þurrkaður út til að jafna þá út. Þegar búið er að skoða sigra/töp verður farið í +/- stigaskor milli þeirra liða sem enda í efstu þremur sætunum.

Hér fyrir neðan munum við útlista möguleika Íslands til að gefa smá mynd hvernig málin standa

A riðill
Belgía, Ísland, Kýpur, Sviss
Ísland endar í öðru sæti í þessum riðli, á eftir Belgíu sem hefur nú þegar tryggt sig áfram, og möguleikar Íslands veltur á gengi þeirra í leiknum gegn Belgíu sem og úrslitum úr leik Sviss og Kýpur.
– Ísland mun enda með 3-1 árangur og komast áfram ef þeir sigra Belgíu og Kýpur sigrar Sviss.
– Ísland mun enda með 2-2 árangur og þurfa að bíða og sjá hvernig leikir úr öðrum riðlum fara ef þeir tapa fyrir Belgíu og Kýpur sigrar Sviss (núverandi +/- tala Íslands milli Belgíu og Kýpur er +18)
– Ísland mun enda með 2-2 árangur og þurfa að bíða og sjá hvernig leikir úr öðrum riðlum fara ef þeir sigra Belgíu og Sviss sigrar Kýpur (núverandi +/- tala Íslands milli Belgíu og Sviss er -2)
– Ísland mun enda með 1-3 árangur og komast ekki áfram ef þeir tapa fyrir Belgíu og Sviss sigrar Kýpur.

Frekari vangaveltur um möguleka Íslands má finna á vefsíðu KKÍ