Hörður Axel Vilhjálmsson var gríðarlega svekktur með tap gegn Sviss í dag enda átti íslenska liðið alls ekki sinn besta dag. Lokastaðan var 83-80 fyrir Sviss en leikurinn var í undankeppni Eurobasket.

 

„Tilfinningin er bara skelfileg. Þetta var leikur sem ivið ætluðum að vinna.“ sagði Hörður eftir leik og bætti við

 

„Ekkert eitt sértakt sem gerðist í þessum leik sem verður til þess að við töpum. Þeir spiluðu mjög vel og við vorum varnarlega ekki eins hreyfanlegir og við erum vanir. Stundum bara ganga hlutirnir ekki upp.“

 

„Við erum komnir með miklar væntingar til sjálfs okkar en þetta svissneska lið er bara hörkulið. Að með þrem stigum hér ætti ekki að vera neinn heimsendir en við viljum vinna allt sem við förum í.“

 

Hörður Axel hefur verið veikur síðustu daga ásamt Martin Hermannsyni og Ægi Þór og hann telur það hafa áhrif.

 

„Auðvitað hefur þetta alltaf áhrif. Ég er búinn að liggja núna síðan eftir leikinn gegn Belgíu og Ægir náttúrulega ekki með. Maður á ekkert að fela sig á bakvið það, ég á að spila betur en nú er bara áfram gakk!“

 

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan: