Hörður Axel Vilhjálmsson var að vonum kátur eftir sigurinn á Kýpur í dag. Lokastaðan var 75-64 Íslandi í vil sem mætir Belgíu í næsta leik í undankeppni evrópumótsins.

 

„Góð tilfinning. Það er erfitt að spila hérna og þeir spila skringilega, sterkt að taka sigur hér.“ sagði Hörður eftir leikinn.

 

„Sýndum okkar vilja á að vinna þennan leik. Þetta var bardagi en við komumst óhnjaskaðir og með sigur útúr þessum leik, það skiptir máli.“