Hlynur Bæringsson fyrirliði Íslands átti frábæran leik fyrir liðið í sigrinum á Kýpur í kvöld.

„Mér fannst við svolítið verða harðari og ákafari í seinni hálfleik. Þeir settu erfið skot í fyrri hálfleik og drápu leikinn niður. Þeir hættu því í seinni hálfleik og hættu að bjarga sér.“ sagði Hlynur og bætti við:

 

„Mér finnst við töluvert betri en þeir. Þeir eru seigir að mörgu leiti en við erum töluvert betri.“

 

Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Kýpur og þarf íslenska liðið sigur í þeim leik.

 

„Belgíu leikurinn er allt öðruvísi, þetta eru miklu meiri íþróttamenn en kýpverjar og það er mjög erfitt að spila á móti þeim. Eru með snögga og sterka bakverði sem ráðast virkilega á körfuna. Við þurfum að eiga okkar besta leik í þessari keppni. Einnig þurfum mikinn stuðning það er bara þannig.“

 

„Við fengum þannig tilfinningu að við gætum spilað með þeim og unnið þá. Við getum unnið belga ef við eigum góðan leik, en við berum virðingu fyrir þeim og þetta verður erfitt.“